SOS Barnaþorp

Gerast SOS-foreldri

Nánar +
Gerast SOS-foreldri

Já, ég vil bjarga barni og gerast SOS-foreldri

Þú gefur umkomulausu barni fjölskyldu á ástríku heimili sem við höfum byggt. Barnið fer í skóla og fær öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir af barninu þínu og þér er velkomið að heimsækja það og/eða senda því bréf og gjafir. Framlag þitt (3900 kr/mán eða 128 kr á dag) fer í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess.

85% upphæðarinnar renna óskipt til barnsins. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila. 

Peru_CVCallao_DaniellePereira-18.jpgMeð því að gerast SOS-foreldri leiðir þú illa statt barn í gegnum æskuárin og sérð til þess að það fái tækifæri sem það annars ætti enga möguleika á. Þú kynnist barninu, færð af því myndir og fréttir og átt þess kost að skrifa því, gefa því gjafir og jafnvel heimsækja það.

Barnið fær að vita að þú hjálpar því og stuðlar að betra lífi þess og þú færð kjörið tækifæri til að segja því frá Íslandi í máli og myndum - ef þú vilt.

Með því að gerast SOS-foreldri barns stígur þú mikilvægt skref. Þetta skref mun breyta lífi barns úti í heimi til hins betra og það mun án efa einnig veita þér ánægju.

HVAÐ GERA SOS-FORELDRAR? Lestu meira í „Spurt og svarað“

Framlag þitt, 3.900 kr. á mánuði, fer í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess. Þú færð reglulega fréttir og myndir af barninu þínu.


 
 
 
 
 
(Við afhendum þriðja aðila aldrei persónulegar upplýsingar um styrktarforeldra, þó með þeirri undantekningu að nöfn styrktarforeldra eru send bæði landsskrifstofu SOS í viðkomandi landi og alþjóðaskrifstofunni í Vínarborg í Austurríki, en slíkt er nauðsynlegt til að halda utan um hið mjög svo stóra styrktarkerfi SOS Barnaþorpanna.)