SOS Barnaþorp

Gerast fjölskylduvinur

Nánar +
Gerast fjölskylduvinur

Komdu í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína

Fjölskylduvinir styrkja Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og aðstoða þannig sárafátækar fjölskyldur í leið sinni að sjálfbærni og sjálfstæði. Fjölskylduvinir greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali. 

Sem fjölskylduvinur SOS:

  • Hjálpar þú foreldrum að mæta grunnþörfum barna sinna
  • Stuðlar þú að menntun barna og foreldra
  • Hjálpar þú illa stöddum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar fjölskyldur svo þær getið staðið á eigin fótum, gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna. Fjölskylduefling SOS hefur forðað milljónum barna frá aðskilnaði við foreldra sína sem áður gátu ekki framfleytt börnunum sínum.

SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni, í Eþíópíu, Perú og á Filippseyjum, með stuðningi Utanríkisráðuneytisins. Mótframlag SOS er fjármagnað af Fjölskylduvinum sem ráða sjálfir upphæðinni sem þeir greiða mánaðarlega.

Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 575 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna í 98 þúsund barnafjölskyldum. Vel á annað þúsund Íslendinga eru SOS-fjölskylduvinir.

80-85% framlaga renna óskipt til verkefna. 15-20% framlagsins er nýtt í þjónustu við fjölskylduvini og öflun nýrra.